« 

p27: 4 Aug 1706: Árni Magnússon to Jón Árnason, writing from Hólar

Expresses doubt that the Icelandic calendar, and the sumarauki in particular, may be reconciled with the Gregorian calendar, dependent as it is on the Julian.

Trykt efter AM. 732 a X, 4to, brevuddrag med skriverhånd. Betvivler, at den islandske årsberegning kan bringes i overensstemmelse med den ny kalender, da den gamle computus er indrettet efter det julianske år.

Text

Jone Arnasyne skolameistara ad Holum þann 4. Augusti 1706.

Annars hvad áhrærer generalitèr reformationem þeß gamla islendska rims, þá hefe eg optar enn einu sinne med efasemd umþeinkt, hvert hun munde i öllu svo greidfær verda sem flestum synest, dubitationum mearum fundamentum hoc est: Meste partur vors gamla computi er lagadur epter anno Juliano, og epter þeß mensura skilst mier ad innsett sie vorra mißera leingd og þar tilkomande sumarauke. Þikest eg ecke skilia, hvernig sumaraukenn kunne i skordum ad standa i reformato Gregorii anno, eins o-skiliannlegt er mier (svo vidt eg epter þeßu skignst hefe), hvernig varnadar-ars reglurnar kunne stad ad eiga i þeßum nyia computo. Skiliast mier þær, svo vel sem sumaraukenn, alleina koma samann vid annum Julianum, og er mier valla synelegt, hvernig allt þetta kunne ad hallda sier nu sem stendur. Eg hefe fyrer tveimur árum (mier sialfum til gamans) annoterad nockud litid um þetta efne, og skildest mier þá, ad hvernig sem menn fære med sumaraukann (sem eiginnlega a heima i nidurskordadre sólarölld, hverrar usus nu ærid litell ordenn er), þá munde hann med tidenne raska allmörgum vorum gomlu rimreglum, hellst um sumar og vetrar komu og þar af dependerandi önnur manada skipte, sem og varnadar ared, Eg meina, ef menn láta þá gömlu vetrar og sumars leingd hallda sier, uppá hveria sumaraukenn er bygdur. Eg kemst nu ecke til hier um skiliannlegar ad skrifa, bæde vegna annarra verkefna, sem og vegna þeß ad þad eg hier um annoterad hefe er allt i confusion, med þvi eg siálfur ecke stórum um þad skeitt hefe, sidann þad sette á solutas chartas. Kannskie eg einhvern tima i vetur fa stunder til ad horfa i þad, og skal eg þá communicera ydur edur lögmannenum Pale Jonssyne momenta rerum cum rationibus meis.

tags: computistics